17.02.2018
HEILAHEILL leggur land undir fˇt!

HEILAHEILL, félag slagþolenda (heilablóðfall), ætlar að koma á kaffifundum á landsbyggðinni, eins og það hefur gert að undanförnu á Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi og víðar og kynna fyrir landsmönnum um viðbrögð við áfallinu, meðhöndlun og endurhæfingu.  Ætlunin er að vera með þessar kynningar á þekktum fundar/kaffistað í héraði, er almenningur getur sótt.  Áformað er að kalla til svæðisbundinn og þekktan fagaðila um heilbrigðiskerfið og það sé a.m.k. einn sjúklingur (eða aðstandandi) er getur sagt frá sinni reynslu. Fundurinn tekur u.þ.b. 1-2 klst. og áætlað er að formaður HEILAHEILLA Þórir Steingrímsson, stjórnarmennirnir séra Baldur Kristjánsson og Páll Árdal verði fundarmönnum til skrafs og ráðgerða.  Þetta eru léttar og skemmti-legar samkomur og hjálpar öllum við að átta sig á breyttum aðstæðum í lífinu og að áfall sé ekki endirinn.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Félagið hyggst byrja á Reyðarfirði 10. mars n.k. og eru menn hvattir til að láta þetta tækifæri ekki frá sér fara!

 

Gerast fÚlagi

┌tvarp heilaheilla

Vi­bur­askrß

 «   » 
SMŮMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31