11.03.2018
Heilaheill į Reyšarfirši

Á fjölmennum fundi HEILAHEILLA í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju 10. mars s.l., eftir erindi þeirra, Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, stjórnarmannana, séra Baldurs Kristjánssonar, ritara, Páls Árdals, gjaldkera og Elíasar Geirs Austmanns Eymundssonar, komu fram afar áhugaverðar spurningar, er leiddu til líflegra umræðna um slagið (heilablóðfallið)!  Var einhugur í fundarmönnum að meira þyrfti til er varðar endurhæfingu um málstol, gaumstol, helftarlömun o.fl..  Þá var einnig lögð áhersla á samskipti aðstandenda, þeirra á millum, og í ráði er að stofna hóp þeirra á Facebókinni.  Er það gert í því skyni að aðstoða þá aðstandendur í nýjum og breyttum aðstæðum sem þeir lenda í í dag!  Í ráði er að halda fleiri kynningarfundi á landsbyggðinni og næsti fundur um heilablóðfallið verður haldinn 17. mars á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) Torfnesi, 400 Ísafirði.

Gerast félagi

Śtvarp heilaheilla

Višburšaskrį

 «   » 
SMŽMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31