26.09.2013
HEILAHEILL og Nordiske Afasirňdet

Formaður HEILAHEILLA Þórir Steingrímsson sótti stjórnarfund Nordiske Afasirådet í Kaupmannahöfn, dagana 23.-24. september s.l. sem sérstakur gestur fundarins, er var haldinn í veglegum húsakynnum Dansk Handicap Forbund i Høje-Taastrup.   Fundinn sátu fyrir Damörk, Lise Beha Erichsen, framkvæmdastjóri Hjernesagen og Bruno Christiansen; Ellen Borge og Karianne Berg fyrir Noreg; Marika Railila og Victoria Mankki fyrir Finnland og Lars Berger Kleber og Linda Bergfeldt fyrir Svíþjóð. 


AÐILD AÐ SAFE

Eins og flestum er kunnugt þá samþykkti stjórn HEILAHEILLA í ársbyrjun 2011 að gerast aðili að erlendum systursamtökum sínum í Evrópu, Stroke Alliance For Europe (SAFE), eftir að fulltrúar félagsins höfðu þegið boð samtakanna á fund þeirra í Ljubljana Slóveníu í nóvember 2010.  Var tilgangurinn fyrst og fremst að menntast um málefni félaganna erlendis og kynnast fulltrúum þeirra og mynda tengsl við önnur lönd, er kæmi starfsemi félagsins til góða.  Tilgangurinn var skv. fundargerð 04.03.2011 "Fundarmenn mjög sammála um að koma þyrfti samráði við SAFE á koppinn til að opna Heilaheill gagnvart Evrópu og stuðla að auknu alþjóðlegu (evrópsku) samstarfi varðandi slagsjúkdóma, félögum okkar til tekna." 

SLAGFORENINGER I NORDEN 

Eftir að fulltrúar HEILAHEILLA höfðu þegið boð samtakanna í nóvember 2010 og fóru utan, snéru fulltrúar hinna Norðurlandanna sér til þeirra og lögðu áherslu á að myndaður yrði norrænn hópur innan SAFE.  Það varð úr og eftir nokkra undirbúningsfundi í Osló og Stokkhólmi 2011 og 2012 voru norrænu samtökin SLAGFORENINGER I NORDEN (Stroke Associations in the Nordic Countries) stofnuð með undirritaðri sameiginlegri yfirlýsingu, um með hvaða hætti félögin geti unnið saman í fyrirbyggjandi aðgerðurm til að koma í veg fyrir slag.  Þess á milli sóttu fulltrúar félagsins árlegar ráðstefnur og aðalfundi SAFE, m.a. í Búdapest og Barcelona.            

          

NORDISKE AFASIRÅDET 

Í þessari vinnu kom fram ósk hjá finnska fulltrúanum Mariku Railila, er þá gegndi formennsku í Nordiske Afasirådet, að Ísland yrði aðili að ráðinu, þar sem það myndi gera það sterkara gagnvart stjórnvöldum meðal Norðurlandanna.  Rakti hún sögu þess að hluta og sagði að Íslendingar hefðu verið þátttakendur rétt fum síðustu aldamót, en hefðu ekki getað fylgt því eftir.  Mun hún þar átt við er Þóra Sæunni Úlfsdóttur, talmeinafræðingu, er var þá í "Félagi heilabllóðfallsskaðaðra", sótti ráðstefnu þeirra, er hún fór utan um eða rétt fyrir aldamótin.

 ÁÆTLAÐUR FUNDUR NORDISKE AFASIRÅDET HÉR Á ÍSLANDI

Í byrjun þessa árs sendi Lise Beha Erichsen, framkvæmdastjóri Hjernesagen í Danmörku, boð til HEILAHEILLA um að gerast aðili að ráðinu, er kynnt var stjórn félagsins, þar sem Danir væru nú komnir með formennskuna.  Í boðinu kom fram að HEILAHEILL þyrfti ekki að greiða þátttökugjald 2013, en síðan 200 € (32.728,-) eftir það, sem er einungis hálft þátttökugjald.  Með þátttöku myndi ráðið t.d. láta þýða á íslensku málstolsbæklinga á íslensku er HEILAHEILL gæti gefið út o.fl..  Lýsti Lisa jafnframt því yfir að Nordiske Afasirådet hefði hug á því að halda sinn fund á Íslandi og óskaði eftir að félagið undirbyggi þeirra komu í september sl..  Tveir stjórnarmenn HEILAHEILLA tóku undirbúninginn að sér, en ekki náðist einhugur innan stjórnar 31.05.2013 HEILAHEILLA um að þiggja þetta boð, en það skyldi athugað eftir fund í ráðsins hér.  Stuttu seinna afboðaði stjórn ráðsins Íslandsferðina, en í stað þess bauð ráðið fulltrúa HEILAHEILLA að koma til Danmerkur, sem formaðurinn þáði f.h. félagsins.

 

FUNDUR NORDISKE AFASIRÅDET Í KAUPMANNAHÖFN 

Ráðið verður 20 ára á næsta ári og Danir koma til með að vera gestgjafar, þar sem þeir eru með formennskuna.  Rætt var um með hvaða hætti yrði haldið upp á 20 ára afmælið á næsta ári.  Kom fram í máli fundarmanna, að þeir teldu að formleg þátttaka Íslands myndi efla stöðu þess og ráðsins gagnvart stjórnvöldum, sérstaklega er varðar norrænt samstarf þjóðanna og styrki þau þar að lútandi.  Á fundinn komi Agnete Selvejr frá Kommunikationscentret í Hillerød og hélt fyrirlestur um samskipti þeirra við Hjernesagen.  

Þá var rædd staða slagsjúklinga innan Norðurlandanna og talið er að u.þ.b. 1/3 af þeim séu með málstol.  

Þá var einnig rætt um einangrun þeirra í samfélaginu og með hvaða hætti væri hægt að bæta stöðu þeirra. 

▪Þá var rædd sú staða hvernig hægt væri að efla endurhæfingu þeirra.  

▪Þá voru kynntar nýjungar í endurhæfingu, sambærilegar við þær sem eru hér á Ísland

Slagorðið er því:   Úr einangrun!

 

 

Gerast fÚlagi

┌tvarp heilaheilla

Vi­bur­askrß

 «   » 
SMŮMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31