15.06.2014
Íslenskt í öllu í Dölum!

Hið árlega sumarferðalag félaga HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA hófst að morgni 14. júní s.l. frá Síðumúla, höfuðstöðvum félaganna, vestur í Dali.  Leiðsaga var ekki af verri endanum þar sem Árna Björnsson þjóðháttarfræðing var að finna. Það kom heldur ekki að sök að hann er einnig ættaður úr Dölum, nánar tiltekið frá Þorbergsstöðum.  Veðrið var hið ákjósanlegasta og náttúran skrýddi sínu fegursta og greinilega að vorið var lengra komið í ár en í venjulegu árferði.  Græni liturinn var hvívetna.  Strax í upphafi  fræddi Árni ferðalanga um Kjalarnesið, Esjuna o.fl. og henti gaman að ýmsu í fornsögum okkar.  Ekki var honum orðvant á leiðinni upp að Bröttubrekku og leiðrétti margan misskilning sem margir höfðu verið aldir upp við. 

              

Komið var við að Eiríksstöðum í Haukadal, farið í Laxárdal og rennt að kirkjunni í Hjarðarholti.  Þá var haldið að Laugum í Sælingsdal og ekið fram hjá Tungustapa, þar sem Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA las þjóðsöguna um hann.  Eftir hádegisverð var haldið í Hvamm og síðan út Fellsströnd.  Ekið var í gegnum Klofning og blasti Breiðafjörðurinn í sínu fegursta.  Þarna fór Árni vítt og beitt yfir fornsögur okkar og var Laxdæla saga í forgrunni.  Sérstaklega þegar komið var í Svínadalinn og fjallað var um víg Kjartans.  Menn áðu svo í Búðardal og virtu fyrir sér náttúrlegu fegurð Hvammsfjarðar.  Eftir það var haldið í Snóksdal og fræddi Árni ferðalanga um átökin í siðaskiptunum 1550.  Eftir það var haldið til Reykjavíkur og komið þangað að kvöldi.  Með í för var Bjarni Eiríkur Sigurðsson, þekktur og reyndur ferða- og leiðsögumaður, og hafði það á orði við ferðamenn að þetta hafi verið ein hin ánægjulegasta ferð sem hann hafi farið, - loksins sem óbreyttur ferðalangur og hældi Árna í hvívetna.  Í lokin hélt formaðurinn litla tölu og þakkaði öllum fyrir ánægjulega ferð og kvaðst vilja sjá sem flesta að ári liðnu.

 

Sjá fleri myndir hér!

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31