06.10.2014
Svífandi frásögn!

Sigurður Skúlason, leikari, heimsótti HEILAHEILL á venjubundnum laugardagsfundi félagsins 4. október s.l. í Síðumúla 6, Rvík.. Aða vanda var þessi fundur góður og las hann úr verkum Gyrðis Elíassonar við mikla hrifningu fundarmanna.  Eftir stutta kynningu Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, spjallaði Sigurður við fundarmenn og fór stuttlega yfir ævihlaup Gyrðis, að hann væri Austfirðingur að ætt og uppruna en ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í grunn- og framhaldsskóla. Hann bjó um nokkurt skeið vestanlands, í Borgarnesi og á Akranesi, en seinna í Reykjavík. Sigurður kvað Gyrði vera nágranna sinn og væri mjög hrifinn af honum. Hann væri einnig ötull þýðandi, meðal annars bóka um og eftir ameríska frumbyggja, og hefur þýtt ljóð, sem hann las upp. Fóru fundarmenn af fundi saddir andlegri næringu.

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31