18.10.2014
Norđurlandiđ fundar í lifandi félagslífi!

Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn fyrsta fund vetrarins þriðjudaginn 14 október. Vel var mætt og sagt var frá komu formanns HEILAFÉLAGSINS í Færeyjum, Bjarne Juul Petersen. Einnig var sagt frá ferð Páls Árdals og Þóris Steingrímssonar formanns Heilaheilla til Noregs á ráðstefnu Slagforeningerne i Norden í Gardemoen, í Osló, Noregi 11.-12. september 2014. Þegar minnst er á Færeyingana þá undirbúa Norðanmenn komu þeirra til Akureyrar á næsta sumri.  Mikið tilhlökkunarefni fyrir slagþolendur, aðstandendur og fagaðila um land allt. Þar hitti Páll, talsmaður félagsins á Akureyri, fulltrúa Færeyinganna og lögðu þeir á ráðin um komu þeirra síðarnefndu til Íslands.  

           

Að síðustu var sagt frá ferð fulltrúa Heilaheilla á Norðurlandi á málþing um málstol á Hótel Sögu föstudaginn 10. október. Sýndar voru margar myndir frá þessum viðburðum og fór fólk ánægt af fundi. 

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31