07.02.2015
Harry Potter og heilablęšingin!

Á laugardagfundi HEILAHEILA flutti Þórir Steingrímsson, formaður stutta skýrslu um félagið og hvaða tilgangi það þjónaði fyrir slagþolendur hér á landi.  Þá tók Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og fyrrum aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2009-2013 til máls og sagði sína sögu og persónulegu reynslu af slaginu, sem hún fékk 5. apríl 2014 í Oregon í USA.  Hún sagði frá því á afar skemmtilegan hátt, hvernig hún var vör við áfallið er hún var föst í leiktæki með börnum sínum í u.þ.b. 10-15 mínútur áður en hægt var að aðstoða hana!  En Anna var greinilega búin að ná sé eftir áfallið og er nú í sínu starfi og full af orku.  Þá greindi Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingismaður, frá sinni upplifun af slaginu og hvernig hann endurhæfði sig.  Var greinilegt að fundarmenn skemmtu sér konunglega og þökkuðu framsögumönnum sérstaklega fyir góð erindi.

   

 

 

Sjá fleiri myndir hér!

Gerast félagi

Śtvarp heilaheilla

Višburšaskrį

 «   » 
SMŽMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31