18.11.2015
Vel hepnu­ rß­stefna.

Vel hepnuð ráðstefna var haldin á Hótel Nordica Hilton 18.11.2015 þar sem þátttakendur ræddu fjögur áherslusvið stefnu í nýsköpun og tækni
 í velferðarþjónustu.  Ráðstefnuna sátu þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður og kynnti formaðurinn meðal annars væntanlegt APP um slagið, sem félagið er í samstrafi við tölvufyrirtækið SPEKTRA ehf...  Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra tók til máls og sagði meðal annars að í framtíðinni muni þeir sem þurfa á velferðarþjónustu að halda ekki sætta sig við þær lausnir sem notast hafi verið við á síðustu árum og áratugum og taki fremur mið af þörfum skilgreindra hópa fremur en einstaklinga. Slíkar lausnir verði ekki teknar gildar: „Nei, við þurfum að bjóða upp á einstaklingsbundnar lausnir sem taka að mið af þörfum hvers og eins og eru því eins sveigjanlegar og nokkur kostur er. Öldruðum mun fjölga mikið sem hlutfall af mannfjölda og á næstu árum og áratugum verða vart nógu margar vinnufærar hendur til þess að framkvæma öll þau verk sem þarf að vinna. Við þurfum því að huga að mörgu, t.d. því hvernig getum við aðstoðað fólk betur til þess að lifa innihaldsríku og gefandi lífi. Við þurfum einnig að skoða samspil atvinnulífs og umönnunar, samstarf fjölskyldu við hagsmunaaðila, almannaheillasamtök, ríki og sveitarfélög þegar velferðarþjónusta er annars vegar.  Við þurfum með öðrum orðum að hugsa út fyrir boxið eða að upphugsa nýtt innihald í boxið.“  

     

Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar kynntu á vinnustofunni í dag helstu áherslusvið nýrrar stefnu á sviði velferðartækni og eru glærur frá erindi þeirra aðgengilegar á vef ráðuneytisins.

Gerast fÚlagi

┌tvarp heilaheilla

Vi­bur­askrß

 «   » 
SMŮMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31