09.01.2016
Fjölsóttur fundur í Sigtúni.

Fjölsóttur fundur HEILAHEILLA var haldinn að Sigtúni 42, Reykjavík, samkvæmt venju á 1. laugardegi hvers mánaðar og var gerður góður rómur að. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA sagði bæði fjárhagslega og félagslega stöðu félagsins góða, þar sem það hefði burði í að taka þátt í samverkefnum með öðrum sjúklingafélögum, er í Öryrkjabandalaginu, með HJARTAHEILL í verkefnum (Go Red + Alþjóðlega hjartadeginum), SAMTAUG (Samstarfshóps félaga taugasjúklinga: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Ísland) og sameinast um stöðu Taugsjúklingadeildarinna B2 á LSH, aðili að SLAGFORENINGERNE I NORDEN og einnig í NORDISK AFASIRÅDET, SAFE (Stroke Alliance For Europe), sem eru á svæði 47 ríkja Evrópuráðsins er hafa höfuðstöðvar í Strassborg, - en af þeim eru u.þ.b. 28 ríki í Evrópusambandinu er hafa aðalstöðvar í Brussels. Sum af þeim ríkjum eru innan SAFE en stjórn þess, sem formaður HEILAHEILLA á sæti í, hefur kosið af ýmsum ástæðum að standa fyrir utan Evrópusambandið. Fór Þórir ekki nánar út í það og svaraði nokkrum fyrirspurnum.

                 

Þá tók séra Baldur Kristjánsson til máls og var með nýárshugvekju og vitnaði í marga þætti til uppörvunar fyrir fundarmenn. Þá koma Soffía Karlsdóttir, leik og sögkona, og sagði sína reynslu af slagi, þá hún hafi ekki lent í því sjálf. Kvaðst hún hafa þekkt og unnið með Sonny Brink og minnast hans sárlega. Söng hún sig ínn í hjörtu fundarmanna með lögum eftir Leonard Cohen o.fl..

Fengu fundarmenn sér kaffi og meðlæti og tóka svo RAX (Ragnar Guði Axelsson) við, en hann er einn af frumkvöðlum félagsins. Sýnd var fréttamynd af frumsýningu kvikmyndarinnar “Andlit norðursins” og eftir það sýndi ljósmyndarinn myndir er hann tók og sagði sína sögur í kring um þær. Þótti fundarmönnum mikið til koma að ræða beint við RAX og kynnast hans lífsferli. Fundarmenn þökkuðu fyrir sig með dynjandi lófataki og héldi ánægðir til síns heima.

Sjá fleiri myndir hér!

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31