28.02.2016
Öflugur ašalfundur!

Aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn sunnudaginn 28. febrúar að Sigtúni 42, Reykjavík með beintengingu norður á Greifann á Akureyri. Eftir að formaðurinn Þórir Steingrímsson setti fundinn var samþykkt að Gísli Ólafur Pétursson væri fundarstjóri. Gengið var til dagskrár og flutti formaðurinn fundarmönnum skýrslu s.l. árs og Axel Jespersen, gjaldkeri félagsins, gerði grein fyrir reikningum 2015. Í umræðunni um fjárhagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil kom fram hjá formanninum að félaginu hafi borist styrkur frá Velferðarráðuneytinu er gerir mögulegt að láta búa til "Heila-App", sem er ætlað fólki sem kennir sér slags og hvernig það eigi að bregðast við. Voru skýrsla formanns, reikningarnir og fjárhagáætlunin borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt samhljóða.

     
         
         

Þá var gengið til atkvæða um breytingu á lögunum, er var samþykkt. Þá var Gunnhildur Hjartardóttir kosin í stjórn, þar sem Guðrún Torfhildur Gísladóttir stjórnarmaður sagði sig úr stjórn. Skoðunarmenn reikninga voru kosin Þór Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir, en aðrar trúnaðarstöður félagsins voru óbreyttar. Tóku fundarmenn til máls og rómuðu stöðu félagsins og lýstu ánægju sinni með framgang mála. Að þessu loknu fóru fundarmenn ánægðir heim.


Sjá fleiri myndir hér!

Gerast félagi

Śtvarp heilaheilla

Višburšaskrį

 «   » 
SMŽMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31