17.08.2016
Heila-appi­ komi­ Ý notkun!

Talsmenn HEILAHEILLA þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Gísli Ólafur Pétursson, fv. stjórnarmaður og starfsmenn tölvufyrirtækisins SPEKTRA, þeir Björn Ingi Björnsson og Þór Haraldsson, fögnuðu fyrsta áfanga "Heila-Appsins" með fundi 16. ágúst.  Voru þeir sammála um að viðtökurnar hafi verið mjög jákvæðar frá almenningi og má reikna með því að útgáfa þess hafi haft mjög jákvæð áhrif, sér í lagi fyrir þá sem hafa áhuga á málinu og vilja stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum að fólk fái slag! Appið er öryggistæki fyrir þá er kenna sér slags, beintengt við Neyðarlínuna 112.  Þetta app og virkni þess hefur þegar vakið athygli erlendis og hefur m.a. fréttaveita SAFE (Stroke Alliance For Europe) fjallað um það. Þessu appi er ætlað ókeypis í alla snjallsíma og getur hver sem er sótt það í gegn um sína veitu, í APPLESTORE, GOOGLEPLAY, iTunes o.s.frv.. Hver notandi opnar sína veitu, ýtt á leitina (stækkunarglerið), slegið inn "Heilaheill" og þá birtist appið.  Þá birtist gluggi þar sem er óskað eftir kennitölu og síðan birtist orðið SLAG. 

   
       
   

Undir hverjum staf er lýsing á fyrstu einkennum slags og getur hver og einn fræðst um einkennin.  Þegar notandinn er fullviss um að hann, eða honum nákominn, sé að fá slag sendist kennitalan sjálfvirkt í SMS (textaboðum) í Neyðarlínuna 112.  

             
                 
             

Þá sér starfsmaður Neyðarmóttökunnar hver sendir og vegna hvers!  Hafi notandinn ekki burði að tala eða gera grein fyrir hvar hann er, þá getur Neyðarlínan sett í gang leitun að snjallsímanum með nokkurri nákvæmni og leiðbeint bráðaliðum.  Þetta eykur á öryggi hvers og eins er býr yfir þessari tækni.  Eru allir hvattir til að nýta sér þetta og deila því með öðrum! 

Gerast fÚlagi

┌tvarp heilaheilla

Vi­bur­askrß

 «   » 
SMŮMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31