17.12.2016
íbyggnir félgar HEILAHEILLA!

Laugardaginn 17, desember hélt HEILAHEILL sinn reglulega laugardagsfund sinn í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík.  Séra Baldur Kristjánsson hélt hugvekju í byrjun fundarins og hvatti menn til umhugsunar um náunagann og ekki væri viðhorf einstaklingsins hið sama og annarra.  Að þessu loknu flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson stutta skýrslu um félgið og stöðu þess í samfélaginu og tengsl þess við evrópska samfélagið, SAFE (Stroke Alliance For Europe).  Varaformaður félagsins, Kolbrún Stefánsdóttir er komin inn í stjórn þess.  Þá tók Kolbrún við og flutti skýrslu um för þeirra Þóris og Þórs Garðars Þórarinssonar, skrisfstofustjóra í Velferðarráðuneytinu, á aðalfund samtakanna í Amsterdam í byrjun þessa mánaðar.  Þá kom Gunnar Helgason. leikari og rithöfundur, í heimsókn og ræddi við fundarmenn og las kafla úr bók sinni,"Pabbi prófessor" við góðar undirtektir fundarmanna.  Keyptu nokkrir af honum bækur og fengu eiginhandaráritun.

     
         
     

 

Sjá fleiri myndir hér!

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31