11.03.2017
┴hrifarÝkur fundur

Fróðlegur og áhrifaríkur félagsfundur var haldinn 11. mars s.l. í salarkynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík.  Gestir fundarins voru þær Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla.  Að venju flutti formaðurinn Þórir Steingrímssson, stutta skýrslu um stöðu félagsins.  Þá tók Þórunn Hanna við og flutti afar fróðlegt erindi m.a. um stöðu talmeinafræðinga í sínu fagi og hvaða nýbreytni þeir eru farnir að nota í sínu sarfi.  Ræddi hún um m.a. hvernig notkun samfélagsmðla gætu hjálpað þeim sem hafa orðið fyrir málstoli og fylgdust talmeinafræðingar vel með þróun mála.  Var hún með slæður sem hægt er að nálgast, með því að smella á hér.  Eftir hennar fyrirlesture tók Lolla við og spjallaði við fundarmenn og söng m.a. sín eigin lög við góðar undirtektir.  Geindi hún frá störfum sínum í leikhúsinu og vakti erindi hennar mikla kátínu meðal fundarmanna.  Í lokin vakti hún einnig athygli fundarmanna, með áhrifaríkum hætti, á hugðarefni sínu um þessar mundi, þ.e.a.s. fátækt í okkar landi.  Rakti hún tilurð þessa efnis og kvaðst hafa komist að raun um alvöru þess.  Fóru fundarmenn ánægðir, - en hugsandi eftir þennan fund. 

           
                 

Sjá fleiri myndir hér!

Gerast fÚlagi

┌tvarp heilaheilla

Vi­bur­askrß

 «   » 
SMŮMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31