29.03.2017
Málstol er enn á eftir annarri fötlun!

Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SAk, Akureyri og félagi HEILAHEILLA og Þórir Steingrímsson formaður, sátu stjórnarfund Nordisk Afasiråd í Stokkhólmi dagana 28. og 29. mars í fundaraðstöðu Afasiförbundet í Stokkholm í Svíþjóð. Á fundinum voru fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Íslands og Svíþjóðar, sem gegna formennsku stjórnarinnar um þessar mundir til ársins 2019.  Þá taka Finnar við og síðan Íslendingar árið 2021.  Heilaheill gekk til liðs við Afasirådet 2012 og þar sem málstol er aðal umræðuefnið.  Á stjórnarfundinum núna lærðist fulltrúum Ísland hvað heilbrigðiskerfið hér á landi, sem er mjög svipað því sem gerist á Norðurlönd-unum, gott en aftarlega á "merinni"! Sérstaklega hvað varðar framhaldsendurhæfingu málstols-sjúklinga og enn vantar skilning heilbrigðisyfirvalda hér á málefnum þeirra.  Er vera félagsins í þessum samtökum liður í að auka skilning ráðamanna á þessari fötlun og markmiðið er að rjúfa einangrun einstaklingsins. 

 

     
         

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31