Bréf sent heilbrigðisráðuneytinu 25. febrúar 2021

Efni:  Fundur með fulltrúum SAFE (Stroke Alliance For Europe) og ESO (European Stroke Association) um evrópska samvinna um heilbrigðismál.

ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér samkomulag 2018 um aðgerðaráætlun til 2030, SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), sem hrint var af stað í desember 2020, sem stærstu samtök fagaðila og sjúklinga í Evrópu, taka höndum saman til 2030 er varðar heilablóðfallið.

Lögð er áhersla á að:

    • Sterkt bandalag fagaðila og innlendra sjúklingasamtaka er lykilatriði þegar leitað er til stjórnmálamanna.  Það hjálpar til við að undirstrika þá staðreynd að heilablóðfall og heilablóðfallssjúkdómur er mál sem varða alla íbúa og mun að lokum leiða til langtímabóta í heilbrigðiskerfinu“.

HEILAHEILL, vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall) og er formlegur aðili að aðgerðaráætluninni, er hefur þegar hafið samvinnu við fagaðila hér á landi sem eru sérfræðilæknar í lyf- og taugalækningum; taugaendurhæfingalæknar; yfirlæknar; taugahjúkrunarfræðingar; forstöðumann fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga; talmeinafræðingar o.fl. sem sumir eru með einstaklingsaðil að ESO.

Í aðgerðaráætluninni er óskað eftir aðkomu stjórnvalda um þátttöku í ákveðinni yfirlýsingu um

  • fækkun heilablóðfalla;
  • fullkomnari aðkomu heilbrigðiskerfisins að áfallinu;
  • efla lýðheilsu og forvarnir;
  • að draga úr skaðvænlegum umhverfisþáttum og gætt sé jafnræðis hvar sem einstaklingurinn býr á landinu.

Með vinsemd og virðingu,

Þórir Steingrímsson

formaður HEILAHEILLA

Svar:
Bréflegt svar kom frá heilbrigðisráðuneytinu 11. mars s.l. við bréfi HEILAHEILLA um aðkomu og þátttöku heilbrigðisyfirvalda að sameinlegri yfirlýsingu aðila um

    • fækkun heilablóðfalla;
    • fullkomnari aðkomu heilbrigðiskerfisins að áfallinu;
    • efla lýðheilsu og forvarnir;
    • að draga úr skaðvænlegum umhverfisþáttum og gætt sé jafnræðis hvar sem einstaklingurinn býr á landinu.

Vísað var í þá vinnu sem er þegar hafin hér á “tengslanetinu” hvað betur mætti fara í íslenska heilbrigðiskerfinu um heilablóðfallið, miðað við önnur lönd innan ESO og SAFE í samræmi við Heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030, sem samþykkt var á Alþingi og fimm ára aðgerðaáætlun heilbrigðisstefnu 2021 til 2025.  Í svarinu kom:  “……. bar þetta undir skrifstofustjóra sem hefur með málefnið að gera. Henni líst alls ekki illa á þetta en vill fá texta yfirlýsingarinnar áður en ákveðið verður hvort ráðuneytið geti stutt þetta.”