Siðareglur HEILAHEILLA 2019

Siðareglur Heilaheilla 

 1. Félagið HEILAHEILL er grunneining félagsmanna og vinnur á forsendum þeirra.

 2. Félagsmenn hafa að leiðarljósi megingildi laga félagsins, að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall) og m.a. um „jafnræði, ábyrgð, mannvirðingu  og þátttöku”.

 3. Virðum trúnaðarupplýsingar og treystum hvort öðru.

 4. Sýnum hvort öðru gagnkvæma virðingu í framkomu, ræðu og riti. 

 5. Forðumst að láta persónuleg tengsl og hagsmuni hafa áhrif á samvinnu.

 6. Segjum það sem okkur býr í brjósti, spyrjum, upplýsum og miðlum.

 7. Virðum fundasköp, mætum stundvíslega og höldum okkur við efnið.

 8. Við gagnrýnum málefnalega, hlustum og tökum gagnrýni.

 9. Tileinkum okkur víðsýni, frumkvæði og innleiðum nýjungar.

 10. Við höfum velferð allra að leiðarljósi.

 11. Við vinnum með og virkjum alla sem geta haft áhrif og styrkt geta málstað okkar.

 12. Áreiðanleiki upplýsinga er hafður í heiðri og heimilda getið.

 13. Virðum formlegar leiðir, mismunandi sjónarmið og sameiginlega niðurstöðu

Leiðarstef (siðareglur) ÖBÍ hafðar til hliðsjónar: