Segabrottnám

Björn Logi Þórarinsson
Björn Logi Þórarinsson

Landspítali hóf formlega segabrottnámsmeðferð við blóðþurrðar-slögum 9. janúar 2018. Það skref var stigið í framhaldi af nýju verklagi við móttöku og meðferð sjúklinga með brátt heilaslag sem tók gildi fyrir aðeins þremur mánuðum.Markmiðið er að bæta horfur sjúklinga með brátt blóðþurrðarslag sem koma til meðferðar á spítalann. Meðferðin stuðlar að enduropnun æðarinnar eins fljótt og unnt er til að minnka skaða á heila og fötlun sem af honum hlýst.

Björn Logi Þórarinsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum og taugalækningum á Landspítala, segir að algengasta orsök blóðþurrðarslags sé skyndileg stífla í slagæð vegna blóðsega sem skerðir eðlilegt blóðflæði til heila og veldur fljótt varanlegri skemmd þar. „Tveir meðferðarmöguleikar koma til greina. Annars vegar lyfjagjöf í æð til að leysa upp blóðsegann og hins vegar segabrottnám með æðaþræðingu. Árangur beggja meðferða er mjög tímaháður, því fyrr sem meðferðin er veitt því minni skaði hlýst og horfur sjúklinganna verða betri,“ segir Björn Logi.

Kristín Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Kristín Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur
Viðurkenningin
Viðurkenningin
Bráðameðferðarmóttaka
Bráðameðferðarmóttaka

 

Hjalti Már Þórisson
Hjalti Már Þórisson

Nýja verklagið er gjörbreyting á eldra verklagi sem var orðið sjö ára gamalt. Í umsvifum nær það til utanspítala-þjónustu, bráðamóttöku, röntgen-, tauga- og gjörgæsludeilda spítalans. Það er unnið af þverfaglegum verkefnahópi einstaklinga úr mismunandi stéttum innan spítalans. „Verkefnið er gríðarlega viðamikið og verklagið framsækið, til dæmis að því leyti að það felur í sér öll nýleg tilmæli um lykilþætti vandaðra vinnubragða við slíka móttöku og meðferð. Það er því mikið ánægjuefni hversu hratt og vel innleiðingin hefur gengið.“

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur