Fundargerð Íslandsdeildar NAR (NORDISK AFASIRÅD) KL.16:15 18.08.2021

Fjarfundur Íslandsdeildar NAR (NORDISK AFASIRÅD) KL.16:15 18.08.2021 á samskiptarásinni https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA:

Mætt:  Þórunn Hanna Halldórsdóttir, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson og Þórir Steingrímsson.

Dagskrá:

  1. Þórunn greinir frá stöðu málstolsins.   
    Ekki var að frétta af málstolsþróun hér á landi og ekki alveg ljóst hver vilji hinna aðilarfélaganna er í sameiginlegri vinnu landanna.   Vert væri að fá svar við því.
  2. Þórunn ræðir áætlaðan fund NAR í október n.k.
    Þórunn og Þórir töldu það ekki forsvaranlegt, eins og staðan er hér á landi vegna Covid-faraldursins (Delta), að boða til stjórnarfundar (augliti til auglitis) í NAR (Nordisk Afasiråd) 4-5 október 2021 og ákveðið var að fresta henni. Þórunn bauðst til að svara þeim fyrirspurnum er hafa borist frá hinum aðildarlöndunum í tölvupóstum.
  3. Önnur mál.
    Rætt var um að kalla eftir árgjaldi landanna.
    Ýmislegt annað rætt. Engar frekari ákvarðanir teknar.

Baldur Kristjánsson