Aðalfundur Heilaheilla var haldinn í húsnæði Öryrkjabandalagsins, Sigtúni 42 Reykjavík, laugardaginn 25. mars kl. 13:00. Nettenging til Akureyrar. Fjórtán mættir í Sigtúnið og fjórir á Akureyri. Dagskrá lögð fram skv. lögum félagsins:
Dagskrá aðalfundar.
Skýrsla stjórnar félagsins.
Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu.
Kosning stjórnar.
Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
Önnur mál.
Formaður Þórir Steingrímsson setti fund og gerði tillögu um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra og Sædísi Björk Þórðardóttir sem fundarritara. Hvortveggja var samþykktathugasemdarlaust. Engar athugasemdir komu fram við dagskrá fundarins eða boðun hans.
Gísli Ólafur tók við fundinum og gengið var til dagskrár. Gaf Þóri Steingrímssyni orðið með skýrslu stjórnar. En hana má lesa á þessari slóð: https://heilaheill.is/arsskyrsla-2023/
Páll gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu félagsins og skapaðist umræða um mun á styrkjum til félaga sem er svipuð og Heilaheill og er stefnt á að skoða þetta, 1 félagsmaður gaf kost á sér til að aðstoða við að fá styrki. Félagsgjöld voru rædd og skiluðu sér einungis 9000 kr í félagsgjöld á síðasta ári, ekki er sendur út greiðsluseðill til félaga en formaður hefur sent út tölvupóst og minnt fólk á að greiða félagsgjöld sem eru kr. 1000 . og mun hann gera slíkt aftur núna og hvetja félagsfólk til að greiða inná reikning félagsins.
Slæm nettengin við fundinn á Akureyri kom í veg fyrir fyrirspurnir og kynningu á Fjárhagsáætlun fyrir 2023.
Hér má sjá ársreikninga Heilaheilla fyrir árið 2022: https://heilaheill.is/arsreikningar-2022/ Liður 3 fórst fyrir og voru því ekki lagabreytingar ræddar.
Stjórn Heilaheilla var endurkjörin og er þannig skipuð: Þórir Steingrímsson formaður, Páll Hallfreður Árdal gjaldkeri, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson ritari og meðstjórnendur þær Kristín Árdal og Sædís Björk Þórðardóttir.
Önnur mál:
Umræða skapaðist um boðun funda og upplýsinga um félagsstarfið ekki eru allir félagsmenn með tölvur, og fá því ekki boð eða upplýsingar. Skoða hvað hægt er að gera. Einnig kallað eftir hvort hægt sé að hafa fundi þar sem fólk getur rætt um líðan sína og afleiðingar Heilablóðfalls og ekki síður andlegar afleiðingar. Spurt var um hvort einhverjar ferðir eða aðrir viðburðir væru fyrirhugaðir aðrir en föstu laugardagsfundirnar fyrsta laugardag í mánuði. Fundargestir lístu ánægju sinni með þennan fund og umræður sem komu upp.
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.