ALLIR TAKA ÞÁTT!

Sem skráður félagi í HEILAHEILL hefurðu sennilega ekki fengið tölvupósta frá okkur, en ert vinsamlega beðinn um að uppfæra nýjar upplýsingar um þig og gleyma ekki netfanginu, – með því að smella á hér!

Á þeim brunahraða sem tæknin ryður sér rúm í öllum samskiptum einstaklinga í frjálsum félögum á þessum Covid-tímum á samfélags-miðlunum, er komið að nokkrum kaflaskiptum í samskiptum okkar í HEILAHEILL, – sem er vert að gefa gaum að!

Ekki komu neinar athugasemdir fram um seinkun aðalfundar vegna þessa veiruástands, –  en það er nokkuð víst að þegar af þjóðinni bráir, þá er sýnt að tæknin kemur til með að vera ásamt venjubundinni félagsstarfsemi!
Allir félagar eru hvattir að tengast félaginu með þeirri tækni sem þeir hafa yfir að búa, borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma, – og eru þannig í samfélagslegu sambandi!   Það hefur mikið að segja!
Sérstaklega tvennt sem hefur mikla þýðingu í samskiptum við aðra sbr. bréf er var sent út um þátttöku hins almenna félagsmanns dags.12.02.2021:
1. Fréttir frá félaginu
2. Auðveldar þátttöku félagsmanna á öllum netfundum

 

Hefur þessi tenging mikla þýðingu fyrir félagið, – mikilvægt að enginn láti sig vanta!

Ef ykkur vantar leiðbeiningar, – hringið þá í 860 5585