Hver notandi opnar sína veitu, ýtt á leitina (stækkunarglerið), slegið inn “Heilaheill” og þá birtist appið. Þá birtist gluggi þar sem er óskað eftir kennitölu og síðan birtist orðið SLAG.
Undir hverjum staf er lýsing á fyrstu einkennum slags og getur hver og einn fræðst um einkennin. Þegar notandinn er fullviss um að hann, eða honum nákominn, sé að fá slag sendist kennitalan sjálfvirkt í SMS (textaboðum) í Neyðarlínuna 112.
Starfsmaður Neyðarmóttökunnar mun sjá hver sendir og vegna hvers! Hafi notandinn ekki burði að tala eða gera grein fyrir hvar hann er, þá getur Neyðarlínan sett í gang leitun að snjallsímanum með nokkurri nákvæmni og leiðbeint bráðaliðum. Þetta eykur á öryggi hvers og eins er býr yfir þessari tækni. Eru allir hvattir til að nýta sér þetta og deila því með öðrum!
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.