Ársskýrsla 2015

Skýrsla formanns

Hægt er að sjá starfsemi félagsins hér á heimasíðunni fyrir s.l. ár.!

Innra starf:

Starf félagsins hefur verið í blóma frá aðalfundi 2015. Fyrir utan sína “laugardagsfundi” (1. laugardag hvers vetarmánaðar þar sem þekktir listamenn og einstaklingar koma fram og leika listir sínar. Þá er það með sitt opna hús fyrir slagþolendur og aðstandendur á mánudögum (málstol) og þriðjud-ögum (allir) í aðstöðu sinni að Sigtúni 42, Reykjavík frá kl.13-15 svo og á Greifandum á Akureyri, 2. þriðjudag hvers vetarmánaðar kl.18-19. Þá hefur félagið einnig haft viðveru einu sinni í viku, rætt við sjúklinga og kynnt starfsemi sína á taugadeild Landspítala B-2.

Ytra starf:

Félagið er aðili að ÖBÍ og hefur haft fulltrúa sinn þar í aðalstjórn. Hefur félagið fengið styrki frá bandalaginu og fulltrúi félagsins, Axel Jespersen, tekið þátt í fundum þess og ráð-stefnum. Þá hefur félagið verið í sambandi við SAMTAUG, (Sam-starfshóp taugasjúklingafélaga: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Ísland) og setið alþjóðlega ráð-stefnu Frumtaka árið 2016 í Hörpu um lyfjamálum lyfjaumhverfi taugasjúklingafélaga hér á landi.

Þá er félagið í góðu samstarfi við Hjartaheill og eru m.a. í GO RED sem er alþjóðlegt átak er varðar hjartasjúkdóma, er leiða m.a. til slags. Anna Sigrún Baldursdóttir hefur verið fulltrúi félagsins í því átaki.

Afmæli félagsins:

Hélt félagið upp á 20 ára afmæli sitt 2. maí s.l. á Grandhóteli. Eftir setn-ingu formannsins kom Ellen Calmon formaður ÖBÍ og flutti félaginu góðar kveðjur og hélt fyrirlestur um baráttumál bandalagsins. Í lokin færði hún félaginu gjafakort og Þór G. Þórarinsson sérfræðingur í velferðarráuneytinu tók til máls og flutti erindi um mikilvægi þess að frjáls félagasamtök eins og HEILAHEILL væru í góðu saskiptum við innlend og erlend félög af sama toga. Þá kom Elías Ólafsson, taugalæknir og yfirmaður taugadeildar Landspítalans B-2 og ávarpaði fundarmenn.

Akureyri:

Fyrir utan hið blómlega starf sem er á Akureyri þá var einnig afmælis-fundur HEILAHEILLA þar laugar-daginn 16. maí á Hótel KEA þar sem þau hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley sungu og spiluðu fyrir gesti.

Erlent samstaf:

Heilaheill er aðili að samtökunum SAFE (Stroke Alliance For Europe) er samanstendur af 47 ríkjum Evrópuráðsins. Þórir Steingrímsson, Baldur Kristjánsson og Þór G Þór-arinsson sóttu aðalfund samtak-anna í Warsaw í Nóvember 2015 og kynntust nýjungum á sviðið endur-hæfingu eftir slag. Situr formaður-inn, Þórir Steingrímsson, í stjórn þessara samtaka til ársins 2017. Þá hefur SAFE haldið úti sérstökum norrænum hópi er kallar sig Slagforeningerne i Norden og hafa fulltrúar félagsins Páll Árdal og Þórir Steingrímsson sótt árlegar ráðstefn-ur víðs vegar um norðurlöndin.

Þá er félagið líka aðili að Nordiske Afasiråded og sóttu þeir Þórir og Axel Jespersen stjórnarfundi þess.

Útgáfa:

Á árinu gaf félagið út blað er ber nafnið “Slagorð” og var því dreift til félagsmanna, stuðningsmanna fyrir-tækja og stofnanna.

Þórir Steingrímsson,
form.