Bragur Helga Seljan um FHSB

Helgi Seljan
Helgi Seljan

Áratugur liðinn okkur hjá
ekki lætur tíminn á sér standa.
Víst má árangur af iðju sjá,
æðsta markið forðum því að ná
félag stofna og hefjast síðan handa.

Hjalta og Eyjólf fremsta fara sá
fullhuga sem leystu úr hverjum vanda.
Liðins tíma minnast núna má,
margir kvöddu sviðið jörðu á,
kvöddu og hurfu svo til ljóssins landa.

Að kynna og fræða kvöðin fylgdi þar
og kröftuglega út var reynt að gefa,
víða dreift svo fengju fleiri svar
til fararheilla mörgum starfið var
og gagnsemi þess mikil utan efa.

Löngum glatt á félagsfundum var
fræðst um margt af heillaríkum gestum.
Og ekki bregzt nú kaffibrauðið þar,
þær bregðast svo sem aldrei konurnar
með eðliskostum sínum allra beztum.

Þess skal minnst að fenginn vísast var
vilji þeirra er réðu landsins sjóðum
til að hjálpa, það var þeirra svar,
þetta reyndist gott til framtíðar.
Félagið í málum mjög svo góðum.

Samveruna þekka þakka nú,
þetta veitti mér svo ljúfa gleði.
Hátt til sigurs hugsjón berið nú,
henni á gæfuvegi fylgið trú.
Auðnan góða upphafinu réði.
Okkur gefur sína hlýju hljóma
hlotnast okkur tónafegurð slík
Sveinn á þessa unaðsþýðu óma
engu er nú harmonikkan lík.

Ómadýrð um eyrun fer,
ekkert betur líkar mér.
Áfram fögnum eins og ber,
Ingi Karl um taktinn sér.

Margt er það sem gleður víst á vegi
víkur burtu angri hugans þá.
Vekur okkur dáð á hverjum degi
draumafegurð tóna jafnan má.

Áfall að sigra eins og ber
eiga þann vilja að duga.
Þolgæðið svona þroskað er
þrautir að láta ei buga.
Velkomin Katrín vertu hér
vermandi okkar huga.

Hér á landi virðist mér af nesjum nóg
um nokkur þeirra margsinnis ég hérna les.
En ekkert nes ég skemmtilegra ætla þó
en eftirhermu og sagnaþulinn Jóhannes.

Að veita öðrum skemmtan skýra
og skellihlátur vekja mönnum
að ganga upp í gervi fíra
með gríni, leik og húmor sönnum
er veitul gjöf sem gleður muna
glæðir, lífgar tilveruna.
Hlátur gall frá hverju fési.
Heill og þökk sé Jóhannesi.

Soddan eru syndagjöld
sannarlega verðug þá.
Sá er mætti seint í kvöld
sá á ekki mat að fá.

Okkar glæðist andans bú,
ennþá beðið samt hér skal.
Klukkan tíu nálgast nú,
nú má Jói ganga í sal.