Faðmur

Í stjórn:   Kristín Stefánsdóttir og Ragna Þ Ragnarsdóttir

Faðmur er sérstakur sjóður er styrkir foreldra er fengið hafa slag [súrefnisþurrð, blóðfall, blóðtappa eða blæðingu í heila] og eru  með börn 18 ára og yngri  á framfæri.

Faðmur er ekki hugsaður sem framfærslusjóður, heldur til að styrkja börn, 18 ára og yngri, sem eiga foreldri sem fengið hefur heilablóðfall/blóðtappa. Faðmur leitast við að styrkja börn til íþróttaiðkunar, náms eða annarra tómstunda svo að líf þeirra verði fyrir sem minnstri röskun í kjölfar veikinda foreldris.

Öllum umsóknum þarf að fylgja læknisvottorð, afrit af launaseðli og/eða greiðslum frá Tryggingastofnun/Sjúkratryggingum og lifeyrissjóði, siðasta mánuð fyrir umsókn.  Óskað er eftir staðfestingu frá þjálfara, kennara eða öðrum þeim sem við á, að barnið/börnin séu virkir þátttakendur í íþróttum, námi eða öðru því sem sótt er um styrk fyrir. Ekki er hægt að afgreiða umsókn nema öll umbeðin gögn liggi fyrir. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum er þarf.

Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Stefánsdóttir formaður 8934565

Hægt er að styrkja Faðm með því að leggja inna á bók nr. 0130-05-00100  k.t.660810-1020

Skiladagar umsókna: 10. febrúar, 10. september ár hvert

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ HÉR >>>

Fyllið út og sendið:
Faðmur
Pósthólf  475
121 Reykjavík