Fundargerð stjórnar 17. janúar 2020

Stjórnarfundur Heilaheilla föstudaginn 17. janúar kl.17:00 í Oddsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri.

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður; Baldur Kristjánsson, ritari; Bryndís Bragadóttir; Kolbrún Stefánsdóttir og Páll Árdal, gjaldkeri í fjár tengingu frá Akureyri

Dagskrá útsend.

1. Formaður gefur skýrslu

  * Ráðstefna SAFE

  * RASKO

  * SAMTAUG

  * Undirbúningur aðalfundar 29. febrúar

2. Fjárhagsstaðan

3. Önnur mál

Engar athugasemdir komu fram við útsenda dagskrá.  Formaður gat þess að fundargerð siðasta fundar hefði farið á netið athugasemdarlaust.

Skýrsla formanns:

* Ráðstefna SAFE.  
Formaður fór yfir ráðstefnu SAFE i Porto, Portúgal í haust sem hann sótti ásamt Páli Árdal. Fram kom þar að verið væri að undirbúa stækkun SAFE. Ráðgert er að félög í fleiri löndum bætist við. Þá er ráðgert að samstarfsaðilum SAFE fjölgi. Ekki verður séð að þessi þróun sé annað en góð fyrir Ísland.

* RASKO 
Rasko eru samtök studd af Evrópusambandinu . Höfuðstöðvar Rasko eru í Tékkóslovakíu. Íslandi, Noregi og Lictenstain er boðið, upplýsti formaður, að taka þátt í verkefni á vegum Rasko, er varðar málstol, okkur að kostnaðarlausu. Erindi hefur þegar borist og formaður sendi það til skoðunar hjá Þórunni H. Halldórsdóttur, einum af málstolssérfræðingum okkar. Óskað var eftir því að erindið yrði einnig sent á stjórn.

* SAMTAUG
Formaður upplýsti um gang mála varðandi segulbrottnám. Þar er ýmislegt á seyði en annarra að hleypa því í loftið og því ekkert bókað um það hér.

* UNDIRBÚNINGUR AÐALFUNDAR
Aðalfundur er ráðgerður 29. febrúar kl. 13, að Sigtúni 42. Páll sér um málin fyrir norðan. Kosinn verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru á miðju kjörtímabili. Auglýst verður eftir frambjóðendum à heimasíðu Heilaheilla og þeim gefinn kostur á að kynna sig þar hálfum mánuði fyrir fund. Fram kom að sitjandi formaður gefur kost á sér áfram.

2. Fjárhagsstaðan
Páll gaf nokkuð yfirlit yfir fjárhagsstöðu.  Nægilegt fé er til í sjóði til þess að reka Heilaheill næstu mánuði en fé vantar til þess að hrinda af stokkunum nýjum verkefnum. Stutt er í Ársreikninga sem verða, að sjálfsögðu, lagðir fyrir aðalfund.

3. Önnur mál
Samþykkt var formlega að Kolbrún Stefánsdóttir annaðist samskipti við GoRed (Áfram Rauður) en það er samstarfsverkefni Hjartaheilla, Hjartaverndar og Heilaheilla um sameiginlegan átaksdag. Samstarf þessara gengur undir nafninu HHH-hópurinn.

+ Kolbrún gerð athugasemd er varðar fjölda ferða.

Páll Árdal kynnti fundi sem hann hefur boðað eða verið boðið til til þess að kynna Heilaappið sem Heilheill gaf út og hefur markaðssett. Þá skýrði Páll frá 150.000 kr. styrk til Heilaheilla frá NORÐURORKU sem Páll veitti viðtöku við hátíðlega athöfn 8. janúar síðastliðinn.

Páll Árdal ræddi um að fá hærri umbun er varðar gjaldkerastarfið.

Bryndís hrósaði fundi, laugardagsfundi, 11/1 þar sem Þorsteinn Guðmundsson skemmtikraftur og sálfræðinemi talaði, af miklu viti.

+ Samþykkt var að halda fund í Heilaheillaráðinu laugardaginn 15 febrúar kl. 13 í Sigtúni 42, Reykjavík.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18:30.
Baldur Kristjánsson, ritari