Hugarfar
26.08.2007 – Hugarfar – Ákominn heilaskaði
Markmið félagsins er að stuðla að og styrkja samvinnu og samstarf fólks með ákominn heilaskaða, aðstandendum þeirra og fagfólks; að vinna að því að heilaskaðaðir og aðstandendur þeirra fái viðeigandi aðstoð og leiðbeiningar, frá opinberum aðilum, félagslega sem og annan viðeigandi stuðning; að vinna að því að heilaskaðaðir fái alla þá meðhöndlun og endurhæfingu sem þeir þurfa hver fyrir sig; að vinna að upplýsingagjöf varðandi ákominn heilaskaða m.a. til heilaskaðaðra, aðstandenda og opinberra aðila; að vinna að því að á einum stað sé hægt að fá vitneskju um:
a. ákominn heilaskaða
b. þær hindranir og fylgikvillum sem fylgja ákomnum heilaskaða
c. meðferðar og endurhæfingarúrræði
d. hjálpartæki
e. stuðningsstofnanir
7. að vinna að úrræðum í húsnæðis- og atvinnumálum.
8. að styðja og hvetja til rannsókna á heilaskaða, og vera í góðri samvinnu við “fagráð um heilaskaða” og annað fagfólk.
9. að taka þátt í samstarfi á breiðum grundvelli um þessi málefni bæði innanlands sem erlendis
10. að vera í gagnvirku samstarfi við Fagráð um heilaskaða um ofangreind atriði.
11. að ímynd félagsins endurspegli faglegt starf, virðingu og víðsýni.