Kveðja til vina og samherja
HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR
KVEÐJA TIL VINA OG SAMHERJA Í HEILAHEILL 21. OKT. 2006
Því miður kemst ég ekki til ykkar núna en við í Hollvinum Grensásdeildar viljum koma á framfæri þakklæti okkar og ánægju yfir því nána samstarfi við Heilaheill, sem hefur ríkt frá stofnun Hollvinanna s.l. vor og fögnum þeim mikla stuðningi sem Heilaheill hafa veitt okkur. Þessi nánu tengsl hafa m.a. endurspeglast í því að Þórir Steingrímsson er varaformaður Hollvinanna.
Heilaheill hefur víðfeðmara starfssvið en Hollvinirnir. En saman eigum við þá ósk að sjá stækkun og endurbætur á Grensásdeild, sem skipt getur sköpum í að gera sem flestum, sem hafa hlotið heilaskaða eða af annarri ástæðu þurfa langrar endurhæfingar við, til að ná því persónulega sjálfstæði, sem við öll sækjumst eftir.
Í Hollvinunum er unnið að því að kanna alla möguleika til að leita fjármögnunnar á byggingu nýrrar álmu við Grensásdeild, sem helguð yrði endurhæfingu. Í því sambandi lítum við til þeirra aðila í viðskiptalífinu, sem mestan hag hafa af því að starfssemi Grenásdeildar eflist. Það er ekki auðvelt verk en við treystum því að rökin, sem mæla með slíkri þátttöku og sem við erum að setja fram megi skila þeim árangri, er við stefnum að.
Málþing ykkar hér í dag styður þetta verk með því að draga athygli ekki aðeins að því skelfilega álagi, sem heilasköðum fylgir heldur er það fyrst og fremst vettvangur til ræða það sem hægt er að að gera til að veita þeim, er fyrir sköðunum verða, endurheimtingu frelsis og stuðla þar með að uppbyggingu sjálfsvirðingar á ný.
Við í Hollvinum Grensásdeildar hugsum til ykkar með sérstakri gleði í dag og óskum ykkur góðs málþings.
f.h. Hollvina Grensásdeildar
Gunnar Finnsson, formaður