Sjálfsbjörg

26.11.2006 – Sambandsstjórnarfundur

Fundur í sambandsstjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga var haldinn var 25. nóvember 2006 að Hátúni 12, Reykjavík. Góð þátttaka var og þingfulltrúar komi frá öllum landshornum, en formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, er gjaldkeri framkvæmdastjornar.

Voru ýmis mál rædd og farið var yfir starfsemina frá síðasta þingi, fjárhagsstöðuna, en hæst bar á góma húsnæðismál Sjálfsbjargar og hugmyndir um breytt eignarhald á Sjálfsbjargarhúsinu.

Formaðurinn greindi frá stöðu málsins, þar sem var verið að framfylgja því umboði sem landsambandsþingið veitti stjórninni í þessum málum. Lagði formaðurinn fram drög að breyttum reglum sem voru samþykktar. Síðan kynnti Eva Þórdís Ebenesardóttir, frá Ný-ung, um starfsemi þeirrar hreyfingar og Jón Eiríksson kynnti nýjan vef samtakanna.

Um kvöldið var kvöldverður fyrir þátttakendur og gesti þeirra.

05.11.2006 – Framkvæmdastjórn

Heilaheill
Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, lsf. Aftari röð frá vinstri: Herdís Ingvadóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Þórir Steingrímsson. Fremri röð frá vinstri: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir.