Slagbragur
Mittismálið er okkar mál
Ef lifa viltu langan dag,
ljúfur, hress og teitur,
laus við kvilla, slen og slag
er slæmt að vera feitur.
Við því ég jafnan vara verð
að vandi er mikill hjá þér
ef þú lengur ekki sérð
ofan á tærnar á þér.
Passaðu þitt mittismál,
– mjór sé þjór og magi,
hraustur kroppur, heilbrigð sál
og heilinn í fínu lagi.
Ef þú spyrð hann Albert Pál
hann ansar “þú forðar slagi
ef passar þú þitt mittismál,
mjór sé þjór og magi
og hraustur kroppur, heilbrigð sál
og heilinn í fínu lagi.“
Ólafur Skúli