Stjórn Hollvina Grensásdeildar

Heilaheill

Mánudaginn 24. apríl 2006 hélt nýkjörin stjórn Hollvinafélags Grensásdeildar sinn fyrsta fund, eftir að hafa verið kosin eftir velheppnaðan stofnfund og skipti með sér verkum.

Formaður er Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, varaformaður er Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla, gjaldkeri Sveinn Jónsson, endurskoðandi og ritari er Sigmar Þór Óttarsson, kennari. Meðstjórnendur eru læknarnir Ásgeir Ellertsson og Anna Geirsdóttir (hana vantar á mynd).

Stjórnin setti sér strax markmið og tók til starfa og hefur verið að safna gögnum.