SAP-E tengslanetið stimplar sig inn!

Þórir Steingrímsson
Hanne Krarup Christensen; Björn Logi Þórarinsson; Dr. Marianne E. Klinke og Þórir Steingrímsson

Merkur fjarfundur var 1. mars með framkvæmda-stjóra SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), prófessor Hanne Krarup Christensen, yfirlækni, lyf- og taugasérfræðingi á taugadeildum sjúkra-húsanna í Bispebjerg og Frederiksberg, Danmörku og Þóri Steingrímssyni, form. HEILAHEILLA; Birni Loga Þórarinssyni, lyf- og taugasérfræðingi á Landspítalanum og Dr. Marianne E. Klinke for-stöðumanni fræðasviðs í hjúkrun tauga- og tauga-endurhæfingasjúklinga.  Þetta var sér í lagi “one-on-one” fundur um heilablóðfallið á Íslandi og HEILAHELL er, enn sem komið er, eini formlegi aðilinn að SAP-E.  Þórir þakkaði Hanne fyrir þennan fund og útskýrði fyrir fundarmönnum stöðuna.  Hanne lagði fyrir þau Björn og Marianne margar staðlaðar spurninga, svo hún gæti betur áttað sig á stöðu heilablóðfallssjúklinga og meðferð þeirra hér á landi, – miðað við það sem gerist í öðrum löndum Evrópu.  Svöruðu þau henni greiðlega og gerðu stöðu þeirra mála hér á landi mjög glögg skil. Hvatti Hanne m.a. til þess að fagaðilar hér á landi mynduðu með sér formleg samtök um heilablóðfallið, svo þau gætu átt auðveldara með að fylgja SAP-E áætlunninni eftir gagnvart stjórnvöldum og myndu aðilar innan SAP-E -, ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) veita stuðning eftir mætti, – jafnvel senda fulltrúa samtakanna til Íslands, ef þau fengju boð þar um.  Að lokum þakkaði hún fundinn og lýsti yfir að hún væri öllu nær um stöðu mála hér á landi.