16 gæfuspor Heilaheilla

Ingólfur Margeirsson
Ingólfur Margeirsson
Ingólfur Margeirsson

1. Við viðurkennum að við höfum orðið fyrir áfalli og líf okkar orðið gjörbreytt  –  og oftar en ekki  háð aðstoð annarra.
2. Munum að við erum á lífi og ætlum að lifa lífinu lifandi.
3. Erum þess reiðubúin að hefja nýtt líf án ranghugmynda um að snúa aftur til fyrra lífs sem er horfið.
4. Erum óhrædd við að þiggja hjálp –  einnig frá okkur sjálfum.
5.  Fórum að trúa því, að við gætum náð lífsgetu að nýju.
6. Við skömmumst okkur ekki fyrir hvernig ástatt er fyrir okkur í dag, heldur erum óhrædd við að vera við sjálf og takast á við lífið.
7. Með hugleiðslu, bæn og samskiptum við  fjölskyldu okkar og vini leitumst við stöðugt við að bæta okkur. – og leggjum af stað út í lífið af varkárni en án hræðslu. Við getum ekki allt sem við gátum, en við getummikið og oftast nægjanlega mikið.
8. Tökumst á við hvern dag af jákvæðni og bjartsýni. Leyfum okkur ekki sjálfsvorkunn eða dapurleika. Það er upphafið aðþunglyndi og sjálfum  ósigrinum.
9. Snúum okkur til þeirra, sem við treystum, bæði til  manna og æðra máttar í leit að aðstoð. Og treystum á okkur sjálf.
10. Rannsökum hvað við gætum gert sjálf til að auka lífsgæði okkar og stundum m.a. andlega og líkamlega þjálfun í því skyni.
11. Viðurkennum að það var engum um því að kenna, að við urðum fyrir áfalli. Við tökum nýjum veruleika með reisn og stolti og erum óhrædd við lífið.
12. Biðjum um að takast á við nýtt líf án ótta eða óöryggis.
13. Gerum yfirlit yfir þá hluti sem reynast okkur illgerlegir og yfir þá sem við treystum okkur að framkvæma. Högum lífi okkar samkvæmt því.
14. Reynum smám saman að sigrast á hlutum sem í fyrstu reyndust okkur  ógerlegir.
15. Við horfum fram á við og vitum að þetta er ekki búið. Við vitum, að við erum ekki nær endalokunum en fólk flest.
16. Okkur er ljóst að gæfuspor Heilaheilla reyndust okkur aflvaki og vegvísir og reynum að flytja boðskap þeirra til fólks sem hefur orðið fyrir líku áfalli og við.

Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi Heilaheilla

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur