Styrktarsjóðurinn Faðmur að fara af stað

Nú er styrktarsjóðurinn Faðmur að fara af stað með vetrarstarfið.  Hann er ætlaður fólki er hefur fengið skerðingu vegna slags,  heilablóðfalls, blæðingu, súrefnisþurrðar eða blóðtappa í heila og eru með börn á framfæri sem eru í sérnámi.   Byrjað verður á úthlutun styrkja  nú í vetur og hægt er að nálgast eyðublöð og fá nánari upplýsingar á heimasíðunni hér undir flipanum Faðmur.  Síðasti skiladagur umsókna er 10. Sept.

Kaffifundir byrja svo í október en það var verkefni sem var síðastliðinn vetur og gekk vel.  Fundirnir eru ætlaðir styrkþegum, þar sem þeir og aðstandendur  þeirra hitta félagsmenn yfir kaffibolla og eiga notalega stund saman.  Kristín Stefánsdóttir, formaður Faðms segir að það verði jafnvel einhverjar skemmtilegar uppákomur.   „Margt fleira verður á dagskrá hjá okkur í vetur“ sagði hún „við sendum nánari upplýsingar um það þegar þar að kemur“.   Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að hafa samband við hana í kristin.st@simnet.is eða s: 8934565.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur