Horft fram á veginn!

Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 03.09.2011 við fjölmenni í Síðumúla 6, Reykjavík [SÍBS-húsið].  Þórir Steingrímsson, formaður, gaf skýrslu um starfið og minnti fundarmenn að málefni félagsins skiptast í meginatriðum í þrennt. Forvörn, meðferð og endurhæfing.  Minntist hann á stöðu félagsins í samstarfi við Hjartaheill, Samtaug og Hollvini Grensásdeildar.  Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur og stjórnarmaður í HEILAHEILL, fór yfir stöðu félagsins.  Taldi hann að félagið væri á réttri braut og hvatti fundarmenn til dáða og lagði áherslu á að þeir notuðu í meira mæli orðið slag, sem rétta skilgreiningu á því áfalli sem félagið snýst um. Þá ræddi Dr. Marianne E. Klinke taugahjúkrunarfræðingur og formaður Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga um stöðu félags síns og samvinnu við HEILAHEILL.  Taldi hún mikilvægt fyrir þessi félög að starfa saman. Þá las Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona upp úr verkum Jóns Hjartarsonar og skemmti fundarmönnum, við góðar undirtektir.

       

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur