Leikkonan Lilja Þórisdóttir heimsótti fjölmennan laugardagsfund Heilaheilla 6. maí 2017 að Sigtúni 42, Reyjavík og las úr bókinni Sjálfstætt fólk, eftir Halldór Kiljan Laxness, fyrir afar þakkláta áhorfendur. Valdi hún sérlega fallegan kafla og var gerður góður rómur að. Áður hafði Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, tekið til máls og sagði stuttlega hvað væri á döfinni hjá félaginu. Þá tók Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Leturprents við og greindi frá sínu slagi er hann varð fyrir nokkrum árum. Rakti hann sögu sína af nákvæmni og samskipti sín við kírópraktor og hvernig hann uppgötvaði sín veikindi. Hann fór víða og sagði frá hvaða rannsóknir hann framkvæmdi í upplýsingaöflun um rauðrófur, er væru stúfullar af nitrati, en það er bactería í munni sem umbreytir nitrati í nitric oxide, sem lið í að draga úr áhættuþáttum er leiða til heilablóðfalls. Þá nefndi hann einnig efnið Nitrix Oxide, sem franskt rauðvín eykur og segir fyrirbyggjandi. Fundarmenn fóru fróðari og glaðari af fundi eftir góðan morgunfund oftar að hafa gætt sér á góðu kaffi og meðlæti.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.