
Aðventufundur HEILAHEILLA var vel sóttur 4. des 2010 og gaf formaður félagsins, Þórir Steingrímsson, skýrslu um starfsemi þess. Þá greindi hann einnig frá ferð á þing Stroke Alliance For Europe (SAFE) í Slóveníu, er hann og Sigurður H Sigurðarson sátu í boði þeirra samtaka. Þá voru sýndar myndir frá ferðinni, auk þess sem sýnd voru kvikmyndabrot ú kvikmynd er Kirk Douglas lék í, eftir að hann féll slag og var með málstol. Þá flutti Edda Þórarinsdóttir gamanmál frá fyrri tíð.