Sumarferð Heilaheilla á norðurlandi var farin í 20 stiga hita laugardaginn 12. júní. Lagt var af stað frá Akureyri kl 10°° til Siglufjarðar, um Lágheiði með viðkomu á Ólafsfirði. Þegar komið var til Siglufjarðar var mjög góð rjómabætt sveppasúpa borðuð í Allanum. Síðan var Síldarminjasafnið skoðað, þar var margt að sjá og höfðu menn gaman af. Eftir það var farið að
Véla- og samgönguminjasafninu Stóragerði í Skagafirði, vöktu þar athygli margar tegundir af bílum og öðrum vélum. Komið var til Akureyrar um kl 18°°.
Höfðu allir mjög gaman af ferðinni sem var frábær í alla staði. Ákveðið var að stefna að annarri ferð á næsta ári og væri mjög gott að fá tillögur af því hvert fólk hefur áhuga á að fara.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.