Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, tók þátt í og flutti fyrirlestur á málþingi FFE [Félags fagfólks um endurhæfingu] er haldið var þriðjudaginn 20. apríl í samkomusal á Reykjalundi. Áslaug Sigurjónsdóttir hjúkrúnarfræðingur á R-2 setti málþingið og síðan tók til máls formaður Hollvinasamtaka Grensásdeildar, Gunnar Finnsson undir “ Hagkvæmni þess að fá endurhæfingu þjóðfélagslega séð”. Ingibjörg Pétursdóttir iðjuþjálfi og sagði frá sinni reynslu af endurhæfingu og eftir henni kom Haraldur Sigþórsson verkfræðingur og greindi frá sinni reynslu er varðar atvinnu eftir endurhæfingu. Þá sagði Aðalbjörg Þorðvarðardóttir hjúkrunarfræðingur frá sinni reynslu, en hún hefur átt við verkjavandamál vegna vefjagigtar að stríða og hefur verið í endurhæfingu á Reykjalundi. Þá greindi Andrés Bragason sem var á verkjasviði Reykjalundar, frá reynslu sinni, en hann hafði verið án vinnu í 1-2 ár áður en hann kom í endurhæfingu á Reykjalund og hefur verið í vinnu síðan. Að lokum flutti
formaður Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, erindi um sína sögu frá slaginu undir “Áfall er ekki endirinn!” Miklar umræður spunnust á eftir og sérstaklega um efni málþingsins og þær áhyggjur funarmanna um flutning málaflokka frá ríki yfir á bæ.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.