Vel sóttur aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn 19. apríl í safnaðarheimili Grensáskirkju. Sérstakur gestur fundarins var Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, var kosinn fundarstjóri og Guðrún Pétursdóttir, ritari. Gengið var til dagskrár og flutti Gunnar Finnssonar, skýrslu formanns og greindi frá aðkomu félagsins í söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“. Þá gerði Þórunn Þórhallsdóttir, gjaldkeri, grein fyrir reikningunum. Var stjórnin endurkosin, þau Gunnar Finnsson, Þórir Steingrímsson, Guðrún Pétursdóttir, Þórunn Þórhalldsóttir, Ásgeir B. Ellertsson og Baldvin Jónsson. Meðal þeirra er tóku til máls voru þeir Stefán Yngvason, sviðsstjóri lækninga, endurhæfingarsviðis Grensásdeildar og Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs LSH. Gerðu þeir grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á húsnæði Grensásdeildar. Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari Grensásdeildar þakkaði stjórninni fyrir vel unnin störf. Þá var Edda Heiðrún Backman gerð að heiðusfélaga og þakkaði hún fyrir sig. Að lokum tók Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, til máls og rómaði stöðu mála og gekk formlega í félagið.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.