
Laugardaginn 20.03.2010 fóru félagar HEILAHEILLA í sína árlegu leikhúsferð og sáu leikrit þeirra Spaugstofumanna, Harry og Heimir, í Borgarleikhúsinu. Þetta er það sem félagið gerir til þess að sýna þakklæti sitt í verki, fyrir það mikla og góða starf sem „hryggjarstykkið“ hefur innt af hendi á sl. ári. Menn borðuðu góðan mat áður á Kringlukránni og gerðu sér glaðan dag og skemmtu sér vel á leiksýningunni.