Þórir Steingrímsson tók þátt í málþingi, fyrir hönd HEILAHEILLA, á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, samgönguráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis 20.05.2009 á Hilton Hótel Nordica um flutning þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Rætt var um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga miðvikudaginn 20. maí 2009. Markmið málþingsins var að leiða saman faghópa, sveitarstjórnarmenn, aðra hagsmunaaðila og áhugafólk um þjónustu við fatlaða og félagsþjónustu almennt og skapa vettvang til skoðanaskipta um framkvæmd tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga í samræmi við viljayfirlýsingu aðila frá 13. mars. 2009. Málþingið hófst með stuttum ávörpum og almennir kynningu og var starfað í fimm málstofum og lauk með pallborðsumræðu. Málstofurnar fjölluðu um eftirtalda efnisflokka: Aðferð við tilfærsluna – framtíðarsýn félagsþjónustu – myndun þjónustusvæða – starfsmannamál – mat á þörf fatlaðra fyrir þjónustu.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.