Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar lsf. og Þórir Steingrímsson, gjaldkeri, þá formaður HEILAHEILLA, sátu málþing og stjórnarfund NHF [Nordisk Handicap Forbund] í Osló 17. og 18. apríl sl..
Málþingið stóð allan daginn og var ýmiss fróðleikur um ýmsar hliðar á hönnun fyrir alla. Þingið snérist um aðgengi allra að mannvirkjum, vörum og þjónustu. Norðmenn að ræða um þessa hluti út frá kröfunni um jafnrétti og mannréttindum fatlaðra og margir áhugverðir fyrirlestrar voru haldnir. Þá gaf hvert aðildarríki sína skýrslu og lögðu fulltrúar hinna Norðurlandanna áherslu á að jafnræði gilti um aðgengi fyrir fatlaða í EU-ríkjunum og þá sérstaklega í samgöngum. Ragnar Gunnar flutti sína skýrslu og lagði áherslu á stöðu Íslendinga er varðar NPA [Notendastýrða Persónulega Aðstoð] og stofnunar félags í mái þar að lútandi og er of langt mál að rekja þetta hér. Vonandi tekst að fjalla betur um þetta hér á heimasíðu HEILAHEILLA.