Lyfjaver styrkir FAÐM

Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, formaður styrktarsjóðsins Faðms og Birgir Henningsson, stjórnarmaður tóku við jólastyrk Lyfjavers í húsakynnum þess að Suðurlandsbraut 22.  Faðmur er styrktarsjóður á vegum HEILAHEILLA, styrkir foreldra sem hafa fengið heilablóðfall og sem eru með börn 18 ára og yngri á framfæri sínu. Það var Aðalsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri Lyfjavers sem afhenti styrkinn sem er 250 þúsund krónur. Við það tækifæri sagði hann að um þessar mundir væru margir hópar sem þyrftu á aðstoð að halda og því hefði verið ákveðið að styrkja gott málefni í stað þess að senda jólakveðjur til viðskiptavina Lyfjavers. Taldi hann Faðm vel að styrknum kominn. Katrín Júlíusdóttir segir að styrktarsjóðurinn Faðmur sé ekki hefðbundinn framfærslusjóður heldur sé honum ætlað að mæta bæði þekktum og óvæntum útgjöldum vegna barna á heimilum þar sem foreldri hefur orðið fyrir heilablóðfalli. Hún segir að framlag Lyfjavers komi sér mjög vel því sjóðurinn sé ungur og tiltölulega óþekktur og í núverandi árferði sé ekki auðvelt að safna í slíkan sjóð þótt þörfin sé brýn. Katrínbendir á að árlega fá um 600 Íslendingar heilablóðfall og áætlað sé að um 10% þess hópsséu foreldrar með börn á framfæri. „Þótt þessi sjúkdómur hafi fyrst og fremst verið tengdur við eldri aldurshópa þá er staðreyndin samt sú að fólk á öllum aldri er að fá hann. Að fá heilablóðfall er þungbær reynsla fyrir alla, en ekki síst fyrir fólk sem hefur fyrir börnum að sjá því oft fylgir honum verulegt tekjutap og í sumum tilvikum jafnvel viðvarandi fötlun. Þess vegna teljum við mikilvægt að geta létt undir með þessum foreldrum þannig að þau geti komið betur til móts við þarfir barna sinna,“ segir Katrín Júlíusdóttir formaður styrktarsjóðsins Faðms.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur