Reykjavíkurmaraþon Glitnis var 23. ágúst s.l. og í tengslum við hlaupið gafst starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um ákveðna fjárhæð. Heilaheill var með kynningaraðstöðu í Lagardalshöll daginn fyrir hlaupið ogtóku margir félagar í að gera veg HEILAHEILL sem mestan. Formaðurinn Þórir Steingrímsson, Edda Þórarinsdóttir og Katrín Júlíusdóttir í framvarðasveit félagsins létu sig ekki vanta. Eins og menn muna var HEILAHEILL þriðji stærsti styrkþeginn á s.l. ári og var það þeim Sigurði H Sigurðarsyni og Guðrúnu Jónsdóttur mest að þakka. Þau hlupu einnig í ár. Fréttir af þessu má sjá á kvikmyndaskeiðum hér á síðunni sem tekin voru við þau tækifæri svo og á ljósmyndum hér!
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.