Laugardagsfundur HEILAHEILLA var fjölsóttur, samkvæmtvenju og sýnd var myndbandsupptaka af aðalfundinum 22. febrúar s.l., er sýndi fundarmönnum hvernig hann fór fram, en hann var haldinn í senn í Reykjavík og Aukureyri með fjarfundarbúnaði LSH.
Formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu um stöðu félagsins. Síðan hlustuðu menn á mjög fróðlegt erindi Hauks Hjaltasonar, taugasérfræðings, um „gaumstol“. Eftir að fundarmenn höfðu gætt sér á góðu kaffi „kaffihópsins“ voru lagðar fram margar fyrirspurnir og var ekki annað á fundarmönnum að heyra en að þeir væru öllu fróðari um gaumstol, þá eftir slag, heilaslag, heilablóðfall, heilaæxlis eða hvers konar heilaáverka, sem einstaklingar verða fyrir.