
Iðnaðarráðherra gaf styrktarsjóðnum Faðmi 400 þúsund krónur á föstudaginn 21.12.2007. Upphæðin er andvirði hefðbundinna jólakorta með kveðjum ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins, sem Össur hefur ákveðið að senda ekki út í ár. Faðmur er styrktarsjóður samtakanna Heilaheill, sem vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaslags. Faðmur styrkir foreldra sem hafa fengið heilaslag og eru með börn á sínu framfæri. Erum við Össuri ævinlega þakklát og óskum honum og starfsfólki Iðnaðarráðuneytisins gleðilegra jóla og gæfu og farsældar á nýju ári.