Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA, var boðið að koma og vera gestur stjórnar HUGARFARS miðvikudaginn 05.12.2005, en í henni eru þær Stella Guðmundsdóttir, Olga Björg Jónsdóttir, Elín Þóra Eiríksdóttir, Rakel Róbertsdóttir og Kristín Michelsen Kristinsdóttir, formaður. Þórir greindi frá störfum HEILAHEILLA og hvert væri markmið félagsins, þá sem aðildarfélag SJÁLFSBJARGAR og innan Öryrkjabandalagsins, svo og hluti af SAMTAUG. Það kom einnig fram að á næsta ári yrði lögð áhersla á málefni aðstandenda. Hann ræddi stöðu þessara tveggja félaga, er gæta nær sömu hagsmuna ef frá er talin örsök heilaskaðans. Hann benti á að HUGARFAR gætir hagsmuna sjúklinga er hafa orðið fyrir heilaskaða, t.d. vegna slysa o.s.frv. og aðstandenda þeirra, þá með svipuðum hætti og HEILAHEILL gerir fyrir sína skjólstæðinga. Á fundinum kom fram vilji að þessi félög störfuðu meira saman og nýttu sér þar með „samlegðaráhrifin“ sem þau gætu haft er þau beita sér fyrir bættri enduhæfingu skjólstæðinga sinna. Talin var þörf á því að þessi félög störfuðu meir saman.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.