
Fimmtudaginn 22. Nóvember 2007 sat Guðrún Jónsdóttir, f.h. Heilaheill, umræðu og upplýsingafund á vegum Öryrkjabandalagsins, er haldinn var um það starf, á Hiltonhótelinu [Hótel Nordica] í Reykjavík, sem fram hefur farið í verkefnahópum örokumatsnefndar. M.a. héldu þau Sigurður Jóhannesson, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sigursteinn Másson framsögu og svöruðu fyrirspurnum, en þau sátu í verkefnahóp um endurhæfingu og almannatryggingar. Vakin var athygli á því að gert er ráð fyrir áframhaldandi fundarhöldum um þetta málefni og umræðurnar í verkefnahópum örorkumatsnefndarinnar halda því áfram og eru félagar í Heilaheilla hvattir til að fylgjast með.