Mánudaginn 22. okt. 2007 tók HEILAHEILL þátt í pallborðsumræðum í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, er fór fram í Eirbergi Eiríksgötu 34. Voru u.þ.b. 60 hjúkrunarfræðinemar, auk kennara, sem og fulltrúar langveikra sjúklingafélaga. Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla mætti fyrir slagsjúklinga og þarna voru einnig fulltrúar frá Gigtarfélagi Íslands og Samtökum lungnasjúklinga. Var þessum umræðum stýrt af Helgu Jónsdóttur, prófessor og eftir greinargerðir nemenda, þá skýrðu fulltrúar sjúklingafélaganna frá sinni reynslu og einnig frá starfsemi sinna félaga. Margar fyrirspurnir voru bornar fram og tóku margir þátt í þessum umræðum.
Sjá myndir HÉR!