Vel sóttur “Laugardagsfundur” Heilaheilla var haldinn 7. apríl s.l. í Rauða sal Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12, Reykjavík. Eftir stutta skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, hélt formaður Sjálfsbjargar Ragnar Gunnar Þórhallsson kynningu á skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar. Var þetta erindi upphaf þeirrar kynningar sem Ragnar Gunnar hyggst halda í aðildarfélögum Sjálfsbjargar lsf. Kemur þettaí kjölfar ráðstefnu er var á vegum ÖBÍ og Vinnumálastofnunnar í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins fimmtudaginn 22. mars 2007 undir forskriftinni “Ný tækifæri til atvinnuþátttöku”. Margar fyrirspurnir bárust og hvatti Ragnar Gunnar menn til almennrar umræðu og þátttöku í mótun nýs örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar, því: “Ekkert um okkur, án okkar!” Þá komu leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir og Ragnheiður Stendórsdóttir og fóru með skemmtilega og hugljúfa páskahugleiðingu og meðal annars lásu erindi um Hallgrím Péturssona og fluttu nokkur erindi úr Passíusálmunum. Fundarmenn gæddeu sér á góðum kaffisopa frá velrómuðum kaffihópi og héldu svo ánægðir út í páskahelgina.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.